Reykingar og mikilvægi þess að hætta að reykja

Í dag reykja tæplega 18% fullorðinna Íslendinga, sem er lægra hlutfall en í flestum nágrannalöndum okkar. Á síðustu áratugum hefur náðst verulegur árangur í reykingavörnum hér á landi og aðeins Svíar geta státað af lægra hlutfalli reykingamanna. Þó er áhyggjuefni að árangur reykingavarna hefur ekki verið jafn góður meðal unglinga og hjá fullorðnum.

 

Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að með reykbindindi minnkar hættu á lungnakrabbameini í allt að 15 ár eftir að reykingum er hætt, eða úr þrítugfaldri í tvöfalda áhættu. Margvísleg hjálp er í boði fyrir þá sem vilja hætta og má þar nefna atferlis- og hópmeðferð, ýmsar gerðir af reykleysislyfjum og nálastungumeðferð. Nánari upplýsingar er t.d. hægt að finna á www.reyklaus.is og á www.krabb.is/Thjonusta/reykleysi.