Að þessari vefsíðu kemur fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig í meðferð lungnakrabbameins og einnig fulltrúar Sjúklingasamtaka lungnakrabbameinssjúklinga. Auk þess hefur verið haft náið samstarf við Krabbameinsfélag Íslands og Landspítala.

  

Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á samvinnu mismunandi sérgreina í meðferð sjúklinga með lungnakrabbamein. Á Landspítala er starfandi samstarfshópur sérfræðinga sem eru lungnalæknar, krabbameinslæknar, meinafræðingar, röntgenlæknar og skurðlæknar. Vikulega eru haldnir fundir þar sem ný tilfelli eru rædd og ákveðið um meðferð. Útgáfa þessar vefsíðu er liður í samvinnu þessa hóps.

 

Vefsíðan var fjármögnuð með styrkjum, m.a. frá nokkrum lyfjafyrirtækjum, en öll framlög eru án nokkurra skilyrða og styrkveitendur hafa engin áhrif á efnistök síðunnar.

 

Ábyrgðarmaður síðunnar er Tómas Guðbjartsson prófessor en Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur er vefstjóri. Með henni í ritstjórn eru Halla Skúladóttir, krabbameinslæknir, Hrönn Harðardóttir lungnalæknir, Nanna Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur og Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir fyrir hönd Sjúklingasamtaka lungnakrabbameinssjúklinga.

 

Að neðan fylgja nánari upplýsingar um þá sem koma að vefsíðunni:

 

Agnes Smáradóttir krabbameinslæknir starfar á Landspítala og leiðir hóp krabbameinslækna sem sérhæfa sig í meðhöndlun lungnakrabbameins. Agnes stundaði framhaldsnám í almennum lyflækningum, krabbameinslækningum og blóðmeinafræði við University of Connecticut í Bandaríkjunum.

 

Ásta Júlía Björnsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Ásta hefur lokið diplomanámi í hjúkrun aðgerðarsjúklinga og hefur staðið að útgáfu fræðsluefnis fyrir lungnaskurðsjúklinga.
 

Brynja Guðjónsdóttir er félagsliði og einkaþjálfari og starfar á sambýli. Hún hefur greinst með krabbamein í lunga og er virk innan Samtaka lungnakrabbameinssjúklinga

 

Halla Skúladóttir er yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala. Hún stundaði framhaldsnám í krabbameinslækningum við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2007. Halla hefur verið virk í rannsóknum, sérstaklega á faraldsfræði og áhættuþáttum lungnakrabbameins.

 

Helgi J. Ísaksson er meinafræðingur á rannsóknastofu Landspítalans í meinafræði. Hann stundaði framhaldsnám í líffærameinafræði við Tufts-New England Medical Center í Boston og SUNY-Downstate Medical Center í New York.

 

Hrönn Harðardóttir er lungnalæknir og starfar á Landspítala. Hún stundaði framhaldsnám í lungnalækningum við Radouts háskólasjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi. Hrönn hefur verið í forsvari fyrir svokallaðri flýtigreiningu lungnaæxla á Landspítala.

 

Kristín Lára Ólafsdóttir er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafateymi Landspítala en starfaði um árabil á krabbameinslækningadeild. Hún situr í fagráði krabbameinshjúkrunar og hefur tekið þátt í rannsóknar- og þróunarvinnu innan sérgreinarinnar.

 

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir er sérkennari í grunnskóla og er einn af forkólfum Sjúklingasamtaka lungnakrabbameinssjúklinga. Hún hefur greinst með lungnakrabbamein.
 
 

Nanna Friðriksdóttir er sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga á lyflækningasviði Landspítala. Hún stundaði framhaldsnám í krabbameinshjúkrun við University of Wisconsin-Madison og lauk þaðan meistaraprófi. Nanna hefur kennt við hjúkrunarfræðideild HÍ og verið virk í rannsóknar- og þróunarvinnu innan sérgreinarinnar, m.a. tengt líknarráðgjöf. Hún er jafnframt formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

 

Pétur H. Hannesson er yfirlæknir á Landspítala og klínískur dósent. Hann stundaði framhaldsnám í myndgreiningu við Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð og er yfirlæknir myndgreiningar krabbameinslækninga og kviðarholssjúkdóma.

 

Sigríður Ó. Haraldsdóttir er sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum og stundaði sérfræðinám við Ullevål háskólasjúkrahúsið í Ósló. Hún er sérfræðilæknir á lungnadeild Landspítala.

 

Steinn Jónsson læknir er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við lyflækningadeild Landspítala. Hann stundaði framhaldsnám við Baylor College of Medicine í Houston í Bandaríkjunum og hefur leitt samstarfsverkefni Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar um lungnakrabbamein. Auk þess hefur hann stundað rannsóknir á lungnakrabbameini við University of Colorado Cancer Center í Denver.

 

Tómas Guðbjartsson er prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á skurðdeild Landspítala. Hann stundaði sérfræðinám  í hjarta- og lungnaskurðlækningum í Lundi í Svíþjóð og við Harvardháskóla í Boston. Tómas er doktor frá Háskóla Íslands og hefur um árabil stundað rannsóknir á lungnakrabbameini, sérstaklega á árangri lungnaskurðaðgerða.

 

 

 

Hluti af samstarfshóp um lungnakrabbamein á Landspítala ásamt lyfjafræðingunum Valdísi Beck og Valgerði Sveinsdóttur (frá vinstri), Pétur Hannesson, Agnes Smáradóttir, Jóhannes Björnsson, Tómas Guðbjartsson, Halla Skúladóttir, Steinn Jónsson, Hrönn Harðardóttir og Sigríður Ó. Haraldsdóttir.