Líknarmeðferð er mikilvæg til að bæta lífsgæði og líðan sjúklinga sem eru með alvarlegt og langt gengið lungnakrabbamein. Áður fyrr var líknarmeðferð einkum tengd meðferð sem veitt var við lífslok, en í dag getur hún átt við snemma í veikindum, samhliða annarri meðferð sem veitt er til að lengja líf. Þannig má líta á líknarmeðferð sem meðferðarform, þar sem unnið er með líðan fólks og einkenni frekar en sjúkdóminn sjálfan. Reynt er að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri og andlegri þjáningu og mikilvægur hluti meðferðar er að lina verki og önnur óþægindi, s.s. ógleði, þreytu, mæði og kvíða. Áhersla er lögð á sjúklingurinn lifi eins virku lífi og hægt er og reynt er að styðja bæði við sjúklinginn og aðstandendur hans. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt bætt lífsgæði sjúklinga sem fá líknarmeðferð og þeir virðast lifa lengur en sjúklingar sem ekki fá slíka meðferð.
Sjúklingar og aðstandendur
Eldri færslur
Mat á útbreiðslu sjúkdómsins – stigun
Með stigun er átt við kortlagningu á útbreiðslu sjúkdómsins. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar...
Lesa meira
Sjúklingabæklingur
Fræðslubæklingur fyrir sjúklinga og aðstandendur um lungnakrabbamein – 3. útgáfa (2024). Hér eru upplýsingar...
Lesa meira