Meðferðarvalkostir

Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stigun sjúkdómsins, þ.e. af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra. Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli, t.d. hvort sjúklingurinn er talinn þola meðferð eins og skurðaðgerð. Tekið skal fram að hægt er að veita meðferð á öllum stigum sjúkdómsins og að árangur meðferðar er sífellt batnandi.

 

Meðferð