Góður árangur VATS-blaðnáms á Íslandi

Í þessari vísindagrein sem birtist í mars 2023 er greint frá góðum árangri svokallaðs VATS-blaðnáms við lungnakrabbameini, en þá er hluti lungans fjarlægður með kíkjugatatækni og notast við brjóstholssjá sem tengd er við sjónvarpsskjá. Þessi nýjung var tekin upp í byrjun árs 2019 á Landspítala og hefur stytt legutíma um helming, bæði vegna minni verkja og færri fylgikvilla. Nú eru 90% aðgerða við lugnakrabbameini á Íslandi gerð með þessari tækni, sem þykir hátt hlutfall í alþjóðegum samanburði.