Undirbúningur sjúklinga fyrir skurðaðgerð

Undirbúningur sjúklinga fyrir skurðaðgerð

Sumir sjúklingar hafa sjúkdóma sem geta aukið áhættu við skurðaðgerð, til dæmis hjarta- og lungnasjúkdóma. Aldur og almennt líkamlegt ástand skipta einnig máli. Helsta rannsókn á lungum fyrir aðgerð er öndunarmæling, enda er algengt að sjúklingar hafi langa sögu um reykingar og séu með skerta lungnastarfsemi. Við öndunarmælingu er sjúklingurinn látinn blása í tæki sem mælir rúmmál lungnanna og starfsgetu þeirra. Aðrar mikilvægar rannsóknir eru hjartalínurit, ýmsar blóðrannsóknir og myndrannsóknir. Í völdum tilvikum er gert loftdreifpróf (DLCO) og áreynslupróf með mælingu á hámarks súrefnisupptöku, sem er góð rannsókn til þess að spá fyrir um áhættu við aðgerð.