Horfur sjúklinga

Með horfum er yfirleitt átt við lifun (e. survival), það er lífslengd sjúklinga eftir meðferð við tilteknum sjúkdómi. Lifun sjúklinga með lungnakrabbamein ræðst af fjölda þátta, meðal annars líkamlegu ástandi og aldri. Mestu máli skiptir útbreiðsla (stig) sjúkdómsins og hvort um smáfrumukrabbamein er að ræða eða ekki. Útreikningar á lifun eru gerðir á stórum hópum sjúklinga, en ekki er hægt að heimfæra lifun hópa beint á einstaka sjúklinga.

 

Horfur sjúklinga

 

Aðrir mikilvægir forspárþættir eru stærð æxlisins í lunganu og vefjagerð þess. Eins og áður kom fram skiptir aldur einnig miklu máli en sömuleiðis almennt ástand sjúklings og starfsgeta.

Sjúklingar með smáfrumukrabbamein hafa lakari horfur til lengri tíma en sjúklingar með aðrar tegundir lungnakrabbameins. Þetta á sérstaklega við um útbreitt smáfrumukrabbamein, en sjúklingar með staðbundnari sjúkdóm lifa oftast lengur. Auk útbreiðslu sjúkdómsins skiptir líkamlegt ástand máli. Konur svara yfirleitt betur lyfjameðferð en karlar.