Geislameðferð

Geislameðferð getur komið til greina sem læknandi meðferð, en aðeins í völdum tilvikum, til dæmis hjá sjúklingum sem ekki er treyst í skurðaðgerð og eru með lítið lungnakrabbamein sem bundið er við lungað. Geislameðferð kemur einnig til greina sem hluti af viðbótarmeðferð fyrir skurðaðgerð og er hún þá yfirleitt veitt samhliða meðferð með krabbameinslyfjum.

 

Geislameðferð er oftast beitt við lungnakrabbameini sem ekki er staðbundið (stig IV). Þá er lækningu ekki komið við, en meðferð beitt við einkennum. Með geislameðferð er hægt að hefta vöxt æxlisins í lunganu eða meðhöndla einkenni frá fjarmeinvörpum, t.d. í beinum.

 

Geislameðferð

 

Geislameðferð er yfirleitt veitt einu sinni á dag fimm daga vikunnar og tekur hún frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur. Ef geislameðferð er beitt í líknandi skyni er meðferðarsvæðið æxlið sjálft ásamt þeim eitlum sem sterkur grunur er um að innihaldi krabbameinsfrumur. Geislameðferð þolist yfirleitt vel, en henni geta fylgt aukaverkanir eins og geislalungnabólga og bólgur í vélinda. Við smáfrumukrabbameini er geislameðferð beitt þegar sjúkdómurinn er bundinn við helming brjósthols. Krabbameinslyf eru þá gefin samhliða. Einnig er beitt geislameðferð á heila til að fyrirbyggja heilameinvörp.