Um lungnakrabbamein

Lungnakrabbamein er upprunnið í frumum lungna. Krabbamein sem myndast annars staðar í líkamanum geta dreift sér til lungna, til dæmis brjóstakrabbamein eða ristilkrabbamein. Þegar krabbameinsfrumur hafa dreift sér frá upprunastaðnum til eitla eða annarra líffæra kallast það meinvarp. Lungnameinvörp teljast ekki til lungnakrabbameins, enda meðferð þeirra frábrugðin.


Nánar

Ráðgjöf og stuðningur
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin alla virka daga kl. 09-16. Svarað er í síma 800 4040 milli kl. 13-15, einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is


Hægt er að ræða við hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa en einnig fólk sem greinst hefur með krabbamein. Lögð er áhersla á upplýsingagjöf, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.


Nánari upplýsingar um dagskrá þjónustunnar er á vefsíðunni www.krabb.is


Stuðningshópur fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein í lungum og aðstandendur þess hittist í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík, fyrstu hæð, annan miðvikudag í hverjum mánuði klukkan 17:00-18:00