Nemar
Hér má finna upplýsingar fyrir nema.
Dagáll læknanemans - Lungnakrabbamein
Hlaðvarpsþáttur um lungnakrabbamein
Dagáll læknanemans er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti eru Hrönn Harðardóttir og Örvar Gunnarsson gestir þeirra en þau ræða um greiningu og meðferð Lungnakrabbameins.
Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming.
Hér er grein úr Interdisciplinary CardioVascular and Thoracic Surgery (ICVTS) um árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini á Íslandi.
Nýjungar í greiningu og meðfeð lungnakrabbameins
Í þessari grein úr læknablaðinu er farið yfir nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins síðastliðin ár eftir tilkomu jáeindaskanna, berkjuómspeglunar og VATS.
Nánar
-
Lungnakrabbamein – YfirlitsgreinSkoða PDF List Item 1
Í þessari yfirlitsgrein eru helstu nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins reifaðar. Byggt er á nýjustu þekkingu og heimildum en greinin er skrifuð með lækna úr sem flestum sérgreinum í huga.
-
Skurðaðgerðir vegna lungnameinvarpa frá nýrnafrumukrabbameini á ÍslandiSkoða PDF
Við greiningu nýrnafrumukrabbameins eru tæplega 20% sjúklinga með lungna- meinvörp. Lífshorfur þessara sjúklinga eru slæmar og aðeins tíundi hver sjúklingur með meinvörp er á lífi fimm árum eftir greiningu. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á umtalsvert betri lífshorfur hjá völdum hópi sjúklinga sem hefur gengist undir brottnám á lungnameinvarpi nýrnafrumukrabbameins (30-49% sjúkdómsfríar fimm ára lífshorfur). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna umfang þessara aðgerða hér á landi og afdrif sjúklinga.
-
Klínískar leiðbeiningar ACCP (2007)Skoða PDF
Hér er að finna ítarlegar klínískar leiðbeiningar frá amerísku lungnalæknasamtökunum sem birtust í Chest 2007.