Greining
Inngangur um greiningu
Nánar
-
Mat á útbreiðslu sjúkdómsins – stigunNánar List Item 1
Með stigun er átt við kortlagningu á útbreiðslu sjúkdómsins. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar til þess að spá fyrir um horfur sjúklinga og taka ákvörðun um meðferð, t.d. hvort markmiðið er að lækna sjúkdóminn eða halda honum í skefjum.
-
BerkjuspeglunNánar
Berkjuspeglun er fljótleg og örugg rannsókn. Hún er framkvæmd af lungnalækni og er notast við mjóa slöngu sem í er ljósleiðari sem tengdur er við sjónvarpsskjá.
-
Greining lungnakrabbameins og ákvörðun vefjagerðarNánar
Til þess að greina lungnakrabbamein er bæði beitt myndrannsóknum og berkjuspeglun. Oftast er byrjað á því að fá röntgenmynd af lungum.
Ráðgjöf og stuðningur
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin alla virka daga kl. 09-16. Svarað er í síma 800 4040 milli kl. 13-15, einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is
Hægt er að ræða við hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa en einnig fólk sem greinst hefur með krabbamein. Lögð er áhersla á upplýsingagjöf, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Nánari upplýsingar um dagskrá þjónustunnar er á vefsíðunni www.krabb.is
Stuðningshópur fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein í lungum og aðstandendur þess hittist í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík, fyrstu hæð, annan miðvikudag í hverjum mánuði klukkan 17:00-18:00