Árangur fleyg- og geiraskurða við lungnakrabbameini á Íslandi

Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini er blaðnám. Í völdum tilvikum, einkum þegar lungnastarfsemi er mikið skert, er gripið til fleyg- eða geiraskurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi.