Samantekt um réttindi krabbameinsveikra

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands hefur tekið saman samantekt sem hún nefnir Réttindi krabbameinsveikra – upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu. Í henni tekur hún saman helstu úrræði sem í boði eru fyrir krabbameinssjúklinga hjá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélögum og lífeyrissjóðum. Þessari samantekt er ætlað að hjálpa fólki að fá yfirsýn yfir úrræði sem það getur hugsanlega nýtt sér í erfiðum aðstæðum.