Berkjuspeglun

Berkjuspeglun er fljótleg og örugg rannsókn. Hún er framkvæmd af lungnalækni og er notast við mjóa slöngu sem í er ljósleiðari sem tengdur er við sjónvarpsskjá. Eftir staðdeyfingu er slöngunni rennt niður í berkjur um nef eða munn. Berkjurnar eru síðan skoðaðar að innanverðu og reynt að ná sýni úr hnútnum í lunganu.

Stundum getur reynst erfitt að greina hvort stakur hnútur í lunga sé krabbamein eða góðkynja fyrirferð. Í slíkum tilvikum getur jáeindaskanni (e. PET) verið hjálplegur. Sérstöku merkiefni er þá sprautað í æð sjúklingsins og upphleðsla þess í hnútnum og annars staðar í líkamanum könnuð. Jáeindaskanni er ekki til hér á landi, en hægt er að senda sjúklinga til Kaupmannahafnar þurfi að gera rannsóknina.

 

Berkjuspeglun