Bæklingurinn hættu nú alveg er nýkominn út

Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð.


Fræðslubæklingur fyrir sjúklinga og aðstandendur um lungnakrabbamein er kominn út

Upplýsingar á mannamáli sem nýtast öllum þeim sjúklingum sem greinast með lungnakrabbamein, en einnig aðstandendum þeirra. Hægt er að skanna bæklinginn inn á síma með QR-kóða aftast.


Sjúklingar og aðstandendur

Heilbrigðisstarfsfólk

Nemar


By Tomas Gudbjartsson October 10, 2024
Lungnakrabbamein.is hefur fengið andlitslyftingu. Síðan ætti nú að vera aðgengilegri í öllum tegundum snjalltækja. Aðstandendur síðunar vona að lesendur sýni þolinmæði meðan við færum efni yfir af eldri síðu en vonandi verður líka eitthvað nýtt og ferskt hérna von bráðar.
By samuelsmarason March 4, 2024
Á vormánuðum 2009 kom út kver um lungnakrabbamein gefið út af læknum sem sinntu sjúklingum sem greindust með lungnakrabbamein á Íslandi. Í stað þess að uppfæra kverið þá var ráðist í gerð stærra rits og nú hefur verið gefin út lungnakrabbameinsbókin sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki og nemum í heilbrigðisvísindum en einnig almenningi. Bókin verður aðgengileg hérna á vefnum lungnakrabbamein.is Lungnakrabbameinsbókin 
By Tomas Gudbjartsson November 17, 2015
Í tilefni af alþjóðlegum degi lungnakrabbameins, 17. nóvember, stendur samstarfshópur um lungnakrabbamein á Landspítala fyrir útgáfu fræðslubæklings á ensku um lungnakrabbamein.
Show More

Nýjustu fréttir