Námskeið í núvitund (mindfulness) fyrir sjúklinga og aðstandendur

Á undanförnum áratugum hefur  þjálfun í núvitundinni, stundum kölluð „gjörhygli“  verið innleidd sem viðbót við hefðbundna læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð. Þar er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku.  Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitundinni hefur jákvæð áhrif á almenna vellíðan og bætir heilsufar og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Áherslan er  á að læra að láta af sjálfstýringu hugans, nema staðar „hér og nú“ með stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun . Þannig má öðlast meiri hugarró, sættast við það sem er og njóta betur líðandi stundar.

 

Námskeið í núvitund er haldið á vegum Sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala í samvinnu við Krabbameinsfélagið og er fyrir sjúklinga spítalans og/eða aðstandendur. Leiðbeinandi er Margrét Bárðardóttir sálfræðingur. Hægt er að skrá sig með tölvupósti á asdisk@krabb.is.Námskeiðið er haldið í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins,  Skógarhlíð 8, 1. hæð. s. 540 1915.

 

Námskeiðið hefst mánudaginn 19.nóvember kl. 14.30-16.00 og er 4 skipti fyrir jól og 4 skipti eftir jól frá 7. janúar. Lýkur 28. janúar 2013
Námskeiðsgjald er 7.700 kr, afsláttur fyrir öryrkja